Teikning fyrir aðgerðarsinna!

Getur teikningin þjónað þörfum aðgerðarsinna? Svo sannarlega! Sagan hefur þó kennt okkur það. Á þessu knappa en þétta námskeiði mun Rán Flygenring leiðbeina þátttakendum í teikningu með þarfir aðgerðarsinnans í huga. Kröfuspjöld, myndaþættir og örsögur verða á dagskrá. Nemendur verða kynntir fyrir teikningum ólíkra aðgerðarsinna með heimspekilega hugsun að vopni og þeim leiðbeint á eigin vegferð í að knýja á um breytingar.

Dag- og tímasetningar:

  • Þriðjudagur 16.04. kl. 17:45-21:00
  • Fimmtudagur 18.04. kl. 17:45-21:00
  • Laugardagur 20.04. kl. 10:15-13:30
  • Sunnudagur 21.04. kl. 10:15-13:30

Námskeiðið er ætlað jafnt byrjendum í teikningu sem og lengra komnum.

Ljósmynd: Rán Flygenring

Efniskaup: Allt efni sem þarf til þátttöku á námskeiðinu er innifalið í námskeiðisgjöldum. Gagnglegt að hafa skissubók meðferðis.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
IMG 4335

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
Ö0416 16. apríl, 2024 – 21. apríl, 2024 16. apríl, 2024 21. apríl, 2024 Rán Flygenring 47.500 kr.