Myndlist fyrir síðbúna byrjendur

Almennt myndlistarnámskeið fyrir eldri borgara þar sem stiklað er á stóru í sögu og fræðum. Fjallað verður m.a. um skynjun og skoðun, skilning og sköpun sem samofna þætti í myndlistariðkun. Áhersla er lögð á samræður og skoðunaskipti. Nemendur leysa ýmis verkefni og vinna á fjölbreyttan hátt með skissubók. Í verklegum æfingum verður fyrst og fremst notast við einföld áhöld og liti, en þær bjóða einnig upp á ólíkar aðferðir og tækni ef óskað er. Inn í kennsluna eru fléttuð dæmi og fróðleikur úr listasögunni eftir því sem við á.

Efniskaup: Góð skissubók, A4 eða stærri. Einföld teikniáhöld og litir að eigin vali. Frekari efniskaup í samráði við kennara.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Skólafrí:

◌ Páskafrí 3. -11. apríl

Myndlistaskolinn 139

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
105 10. mars, 2023 – 21. apríl, 2023 Föstudagur 10. mars, 2023 21. apríl, 2023 Föstudagur 12:30-15:30 Bjarni Daníelsson 35.600 kr.