Myndlist vinnustofa

Vinnustofan er hugsuð sérstaklega fyrir nemendur sem hafa útskrifast af starfsbrautum eða fjölnámsbrautum framhaldsskólana og þau sem þurfa góðan stuðning við þátttöku á námskeiðum.

Vinnustofan er annars vegar hugsuð sem sjálfstæð vinna undir handleiðslu kennara fyrir hóp sem á það sammerkt að hafa fengist töluvert við listiðkun og jafnvel mótað persónulegan stíl. Hins vegar er boðið uppá kennslu í tækni, efni og aðferðum fyrir nýja nemendur. Vinnustofan er því sérsniðin að þörfum hvers og eins og um leið hvatning til þess að þátttakendur haldi listiðkun sinni áfram og víkki áhugasvið sitt og færni í myndlist.

Undafari:

Hafa lokið starfsbraut eða fjölnámsbraut framhaldsskólana.

Efniskaup:

Nemendur koma með þau efni og áhöld sem þeir eiga og eru vanir að nota. Frekari efniskaup í samráði við kennara.

Skólafrí:

◌ Vetrarleyfi 23.-25. febrúar

◌ Páskafrí 3. -11. apríl

Myndlistaskolinn 82

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1 16. janúar, 2023 – 17. apríl, 2023 Mánudagur 16. janúar, 2023 17. apríl, 2023 Mánudagur 12:15-15:00 Kristinn Harðarson 72.800 kr.
2 12. janúar, 2023 – 13. apríl, 2023 Fimmtudagur 12. janúar, 2023 13. apríl, 2023 Fimmtudagur 12:15-15:00 Berglind Erna Tryggvadóttir og Lee Lorenzo 72.800 kr.