Verkefnin sem eru unnin á námskeiðinu innihalda grundvallaratriði lita- og formfræði. Stuðst er við upprunalegar æfingar úr fornámi hins sögufræga listaháskóla Bauhaus, sem grunnnám í Listaháskólum víða nota enn þann dag í dag. Alhliða undirbúningur sem hentar vel t.d. þeim sem hyggja á nám í myndlist, hönnun eða arkitektúr.
Námskeiðið er fjögur skipti, kennt frá kl. 17:45-21:00.
- Miðvikudagur 15. Febrúar
- Föstudagur 17. Febrúar
- Miðvikudagur 22. Febrúar
- Föstudagur 24.febrúar