Í þessum áfanga verður lögð aðaláhersla á mismunandi efni, aðferðir og tækni við að teikna módel. Nemendur þjálfast í notkun á blýanti, kolum, bleki og fleiru.
Sýnd verða dæmi úr listasögunni og úr myndskreyttum bókum. Módeli verður stillt upp í mislangan tíma sem ræðst aðallega af efnisnotkuninni hverju sinni. Bæði verða teiknaðar langar stöður og hraðskissur. Einnig glímt við hreyfingu og stundum verður skuggi og birta viðfangsefni í teikningunni.
Kennslan er persónubundin og miðar út frá hæfni og þörfum hvers nemenda.
Námslok miðast við 80% mætingu.