Til baka Skráning

Módelteikning - morguntímar

Í þessum áfanga verður lögð aðaláhersla á mismunandi efni, aðferðir og tækni við að teikna módel. Nemendur þjálfast í notkun á blýanti, kolum, bleki og fleiru.

Sýnd verða dæmi úr listasögunni og úr myndskreyttum bókum. Módeli verður stillt upp í mislangan tíma sem ræðst aðallega af efnisnotkuninni hverju sinni. Bæði verða teiknaðar langar stöður og hraðskissur. Einnig glímt við hreyfingu og stundum verður skuggi og birta viðfangsefni í teikningunni.

Kennslan er persónubundin og miðar út frá hæfni og þörfum hvers nemenda.

Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Kolblýantar, kol, blýantar (2B til 6B), túss, yddari, strokleður og hnoðleður.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52
Einingar: 2
Skólafrí:

Dagana 21. -25. október verður vetrarleyfi skólans. Kennsla hefst aftur vikuna eftir hlé.

Screen Shot 2022 07 23 at 11 33 45

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
102 13. september, 2022 – 6. desember, 2022 Þriðjudagur 13. september, 2022 6. desember, 2022 Þriðjudagur 08:45-12:00 Sigga Björg Sigurðardóttir 100.400 kr.