Til baka í námskeiðalista

Módelteikning

Númer: 102
Kennsludagur: Mánudagur
Kennslutími: 17:45 – 20:45
Upphafsdagur: Mánudagur, 09. September, 2019
Lokadagur: Mánudagur, 09. Desember, 2019
Kennari: Sigga Björg Sigurðardóttir
Lýsing á námskeiði:

Í þessum áfanga verður lögð aðaláhersla á mismunandi efni, aðferðir og tækni við að teikna módel. Nemendur þjálfast í notkun á blýanti, kolum, bleki og fleiru.
Sýnd verða dæmi úr listasögunni og úr myndskreyttum bókum. Módeli verður stillt upp í mislangan tíma sem ræðst aðallega af efnisnotkuninni hverju sinni. Bæði verða teiknaðar langar stöður og hraðskissur. Einnig glímt við hreyfingu og stundum verður skuggi og birta viðfangsefni í teikningunni
Kennslan er persónubundin og miðar út frá hæfni og þörfum hvers nemanda.
Námslok miðast við 80% mætingu

Verð: 93800
Efniskaup: Blýantar (4B, 6B), yddari, strokleður og hnoðleður.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52 kennslustundir, 13 vikur
Einingar: 2
Frí: Vetrarfrí er frá og með fimmtudeginum 24. október til og með mánudagsins 28. október.
Módelteikning 4 Daga