Til baka í námskeiðalista

Módelteikning

Númer: 102
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: mánudagur
Kennslutími: 17:45 – 21:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 08. Febrúar, 2021
Lokadagur: Mánudagur, 10. Maí, 2021
Kennari: Sigga Björg Sigurðardóttir
Lýsing á námskeiði:

Á þessu námskeiði verða kenndar grundvallar aðferðir við að teikna mannslíkamann. Bæði verða kenndar klassískar mæliaðferðir í módelteikningu og frjálsari aðferðir þar sem tilraunir með mismunandi efni spila stóran hlut.

Teiknað verður með blýöntum, kolum, bleki, trélitum ofl. Nemendur læra að tileinka sér persónulegar teikniaðferðir og markmið er að geta skilað af sér lifandi teikningu af mannslíkamanum.

Teiknaðar verða ýmist langar stöður þar sem lagt er áhersla á mælingar og hlutföll í bland við stuttar stöður/hraðskyssur þar sem áherslan er meiri á lifandi teikningu og þróun á persónulegum teikniaðfrerðum.

Kennslan er persónubundin og miðar út frá hæfni og þörfum hvers nemanda. Námslok miðast við 80 % mætingu

Verð: 97000
Efniskaup: Blýantar (2B 4B, 6B), yddari, strokleður og hnoðleður. Hvítur og svartur trélitur (harður).
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52 kennslustundir, 12 vikur
Einingar: 2
Frí: 29. mars til 6. apríl Páskafrí
22. apríl Sumardagurinn fyrsti
1. maí
Img 9848