Til baka í námskeiðalista

Módelteikning

Númer: 110
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Fimmtudagur
Kennslutími: 17:45 – 20:45
Upphafsdagur: Fimmtudagur, 16. Janúar, 2020
Lokadagur: Fimmtudagur, 16. Apríl, 2020
Kennari: Kristín Gunnlaugsdóttir, Halldór Baldursson
Lýsing á námskeiði:

Grundvallaratriði módelteikningar. Stefnt að því að nemendur tileinki sér aðferðir til að mæla hlutföll mannslíkamans jafnframt því að þeir átti sig á samræmi hlutfalla og forma. Ýmist teiknaðar styttri stöður módels þar sem áherslan er á heildarsýn eða lengri stöður sem útheimta vandaðri mælingar og meiri námkvæmni. Innsýn gefin í anatómíu fyrir teiknara. Námslok miðast við 80% mætingu. Einnig er stuðst við óhefðbundnar og tilraunakenndar aðferðir að teikna mannslíkamann og æft verður að skyggja, t.d. með kolum og bleki. Námslok miðast við 80% mætingu.

Verð: 93800
Efniskaup: Kolblýantar, kol, blýantar (2B til 6B), túss, yddari, strokleður og hnoðleður.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52 kennslustundir, 13 vikur
Einingar: 2
Frí: Vetrarfrí er 28. febrúar og 2. mars. Páskafrí er frá og með mánudag 6. apríl til og með þriðjudagsins 14. apríl.
4 Daga Módelteikning