Til baka í námskeiðalista

Vatnslitun: Himinn og haf - miðnæturmálun

Númer: 910
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Mán-fim
Kennslutími: 20:00 – 00:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 27. Maí, 2019
Lokadagur: Fimmtudagur, 30. Maí, 2019
Kennari: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson
Lýsing á námskeiði:

Dagana 27.-30. maí verður haldið óvenjulegt vatnslitanámsskeið við Myndlistaskólann í Reykjavík. Kennslutíminn er frá kl. 20-24 mánudegi til og með fimmtudags í síðustu viku maímánaðar.

Himininn logar gjarnan á kvöldin á vorin og hafið er sérstaklega kvikt og skemmtilega hverfult í ljósaskiftunum á þessum árstíma.

Á námsskeiðinu er ætlunin að reyna að fanga sólarlagið og ljósaskiftin á himni og hafi með vatnsliti að vopni en á þessum dögum sest sólin rétt fyrir miðnætti. Farið verður í vettvangsferðir út á Seltjarnarnes og unnið úr afrakstri þeirra í húsnæði Myndlistaskólans í JL húsinu. Gerðar verða tilraunir með að mála mjög stór vatnslitaverk og sólarlagsverk eftir ýmsa listamenn skoðuð til samanburðar.

Verð: 48000
Efniskaup: Nemendur fá vatnslitapappír en koma með eigin liti og pennsla.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 18 kennslustundir, 4 kvöld
Vatnslitun Sigtryggur