Nemendur kynnast ferlinu á bakvið myndskreytingu í Photoshop og notkun Wacom teiknibretti. Farið verður yfir grunnatriði eins og myndbyggingu, rannsóknir, hönnun og skyggingu. Einnig verður farið yfir hönnun á karakter í umhverfi fyrir teiknimynd, myndasögu, myndskreytingu eða tölvuleik. Skoðað verður hvernig þrívíddarform skapa líkamann, hvernig líkamstjáning og stellingar gefa í skyn persónuleika.
Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.