Teiknað í tölvu

Nemendur kynnast ferlinu á bakvið myndskreytingu í Photoshop og notkun Wacom teiknibretti. Farið verður yfir grunnatriði eins og myndbyggingu, rannsóknir, hönnun og skyggingu. Einnig verður farið yfir hönnun á karakter í umhverfi fyrir teiknimynd, myndasögu, myndskreytingu eða tölvuleik. Skoðað verður hvernig þrívíddarform skapa líkamann, hvernig líkamstjáning og stellingar gefa í skyn persónuleika.

Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Tölvur með forritunum eru á staðnum sem hægt er að vinna í á meðan námskeiði stendur. Gott er að hafa með sér stílabók og penna til að skrá hjá sér það sem þörf er að leggja á minnið.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Tolvuteikning

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
402 14. september, 2023 – 19. október, 2023 Fimmtudagur 14. september, 2023 19. október, 2023 Fimmtudagur 17:45-21:00 Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson 64.000 kr.