Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja kynna sér möguleika hönnunar- og myndvinnsluforritanna InDesign og Photoshop. Farið verður yfir helstu möguleika jafnframt því sem nemendur leysa verkefni upp á eigin spýtur með aðstoð kennara. Reikna má með nokkuð jafnri áherslu á bæði forritin, þó ívið meiri á InDesign. Markmiðið er að eftir námskeiðið hafi nemendur fengið nægilega undirstöðuþekkingu til að takast á við tvívíð grafísk hönnunarverkefni s.s. bæklinga, plaköt, bækur ofl. með InDesign og hafi náð tökum á undirstöðuatriðum í myndvinnslu með Photoshop.
Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.