Á námskeiðinu verða gerðar fjölbreyttar tilraunir í samvinnu við kennara. Farið verður í undirstöðuatriði vatnslitunar og athöfnin að mála með vatnslit verðuð skoðuð úr sem flestum áttum og áhersla lögð á tilraunagleði. Unnar verða einfaldar tækniæfingar, gerðar tilraunir með áferðir, gagnsæi og litablöndur, unnið eftir ljósmyndum og málað eftir fyrirmyndum. Námskeiðið hentar vel byrjendum og reynt að koma til móts við hæfni hvers og eins nemenda.
Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.