Vatnsliturinn er tærasta málningarefnið, enda vatnið eitt af frumefnunum. Á námskeiðinu verða gerðar fjölbreyttar tilraunir í samvinnu við kennara. Haldið verður áfram að nálgast vatslitunina úr sem flestum áttum og áhersla lögð á tilraunagleði. Verkefnin verða gjarnan tengd straumum og stefnum og ákveðnum listamönnum. Mikil áhersla verður lögð á athöfnina að mála og því velt upp hvað það merkir að mála hlut eða hugmynd. Námskeið er ætlað byrjendum sem og lengra komnum.
Námskeiðið er 8 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.