Landslagsmálverk

Á námskeiðinu Landslagsmálverk verða nemendur kynntir fyrir ólíkum aðferðum við að mála með olíu í gegnum mótíf allra mótífa, landslagið. Fyrri hluti kennslunnar fer fram innandyra en þá munu nemendur mála landslag eftir ljósmyndum og skerpa á og dýpka þekkingu sína á olíumálun. Nemendur verða kynntir fyrir þekktum landslagsmálurum fyrri tíma sem og meðförum samtímamálara á landslagsmálverkinu. Seinni hluti kennslunnar fer fram utandyra, þar sem nemendur munu feta í fótspor frönsku meistaranna og mála undir berum himni.

Námskeiðið er 8 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Ljósmynd: Snæbjörn Brynjarsson. Myndin var tekin í tilefni af einkasýningu Almars, Almar í tjaldinu, sem haldin var í Svavarssafni síðastliðið haust.

Efniskaup: Nemendur koma með þau efni og áhöld sem þeir eiga og eru vanir að nota. Frekari efniskaup í samráði við kennara.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 34
Einingar: 1
Fyrirkomulag:
  • Kennslan fer fram á ensku í fjögur skipti af átta skiptum alls.
  • Ef veður leyfir, fer kennsla fram utandyra í maímánuði.
Ljosmynd Almar Steinn Atlason

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
2N0409 9. apríl, 2024 – 28. maí, 2024 Þriðjudagur 9. apríl, 2024 28. maí, 2024 Þriðjudagur 17:45-21:00 Almar Steinn Atlason og Lukas Bury 72.000 kr.