Á námskeiðinu verður farið yfir megin þætti í formfræði og myndbyggingu í málaralist. Nemendur kynnast ýmsum reglum um skiptingu myndflatar, samsetningu forma, virkni þeirra og tákn.
Kennari byrjar tímana á kynningu um ákveðna þætti í formfræði og myndbyggingu, með tilvísunum í þekkt listaverk. Þátttakendur vinna svo verkefni út frá því sem tekið er fyrir hverju sinni.
Fyrirlestrar og verkefni:
1) Hlutföll og myndbygging
2) Symmetría og Asymmetría
3) Evklíðísk og óevklíðísk geómetría
4) Skynheild og sjónblekkingar
5) Tákn og merking forma
6) Formleysa
Markmiðið er að þátttakendur öðlist góða yfirsýn á formfræði og myndbyggingu sem nýtist þeim síðar í uppbyggingu á eigin verkum.
Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.