Málaralist: Áferð, aðferðir og útfærsla

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti í aðferðarfræðum olíumálverks. Þátttakendur kynnast margskonar áferðum, efnistökum og útfærslumöguleikum sem dýpka þekkingarbrunn þeirra og, í framhaldi, auka öryggi og sjálfstæði í sköpun málverka.

Námskeiðið er skipt í þrjá hluta með þremur leiðbeinendum sem hver tekur fyrir ólíka þætti í málaralistinni, leggur fyrir verkefni og fylgir þeim eftir.

1) Kristinn G. Harðarson: Áferð og dýpt

2) Jón B. K. Ransu: Efnistök og aðferðir

3) Sigga Björg Sigurðardóttir: Hugmyndir og útfærsla

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa tekið grunnnámskeið í málaralist og vilja bæta við sig frekari þekkingu og færni.

Námskeiðið er 12 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Nemendur koma með þau efni og áhöld sem þeir eiga og eru vanir að nota. Frekari efniskaup í samráði við kennara.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52
Einingar: 2
Undafari:

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa tekið grunnnámskeið í málaralist.

Myndlistaskolinn 134

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
204 13. september, 2023 – 29. nóvember, 2023 Miðvikudagur 13. september, 2023 29. nóvember, 2023 Miðvikudagur 17:45-21:00 Kristinn Harðarson, Sigga Björg Sigurðardóttir og Jón B. K. Ransu 108.000 kr.