Til baka í námskeiðalista

Málun - vinnustofa

Númer: 207
Kennsludagur: Föstudagur
Kennslutími: 12:45 – 16:00
Upphafsdagur: Föstudagur, 10. September, 2021
Lokadagur: Föstudagur, 03. Desember, 2021
Kennari: Valgarður Gunnarsson
Lýsing á námskeiði:

Ætlað nemendum með töluverða reynslu af málaralistinni sem geta eða vilja vinna sjálfstætt í listsköpun sinni en jafnframt eiga þess kost að leita leiðsagnar. Ekki eru lögð fyrir sérstök verkefni en kennari leiðbeinir nemendum í þeirra sjálfsprottnu viðfangsefnum. Viðvera kennara er jafnframt áætluð 50% af tímunum. Fjallað um tæknileg atriði s.s. liti og í blöndunarefni, grunna og fleira. Inn í kennsluna verða fléttuð dæmi og fróðleikur úr listasögunni eftir því sem við á.

Námslok miðast við 80% mætingu.

Verð: 61200
Efniskaup: Nemendur koma með þau efni og áhöld sem þeir eiga og eru vanir að nota. Frekari efniskaup í samráði við kennara.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Einingar: 2
Frí: Vetrarfrí 22. okt. til og með 26. okt.
Img 7914