Málun framhald

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhverja reynslu af málaralistinni en leitast eftir að dýpka þekkingu sína ennfremur. Lagt er uppúr sjálfstæðri vinnu en kennari leggur þó til verkefni og er nemendum ávalt innan handar. Fjallað er um tæknileg atriði s.s. liti og íblöndunarefni, grunna og fleira. Inn í kennsluna verða fléttuð dæmi og fróðleikur úr listasögunni eftir því sem við á.

Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Nemendur koma með þau efni og áhöld sem þeir eiga og eru vanir að nota. Frekari efniskaup í samráði við kennara.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52
Einingar: 2
Undafari:

Nemendur hafi þegar lokið a.m.k. einu námskeiði í málaralist eða öðru sambærilegu. Kunnátta í litafræði og blöndun lita eykur árangur á námskeiðinu en er ekki skilyrði.

Skólafrí:

◌ Páskafrí 3. -11. apríl

Myndlistaskolinn 109

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
203 17. janúar, 2023 – 18. apríl, 2023 Þriðjudagur 17. janúar, 2023 18. apríl, 2023 Þriðjudagur 17:45-21:00 Kristinn Guðbrandur Harðarson 94.200 kr.