Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhverja reynslu af málaralistinni en leitast eftir að dýpka þekkingu sína ennfremur. Lagt er uppúr sjálfstæðri vinnu en kennari leggur þó til verkefni og er nemendum ávalt innan handar. Fjallað er um tæknileg atriði s.s. liti og íblöndunarefni, grunna og fleira. Inn í kennsluna verða fléttuð dæmi og fróðleikur úr listasögunni eftir því sem við á.
Námslok miðast við 80% mætingu.