English below.
Námskeiðið er ætlað byrjendum í málaralist sem hafa undirstöðu í teikningu, en nýtist einnig þeim sem þegar hafa einhverja reynslu af málun. Farið er í grundvallaratriði olíumálunar og efni og áhöld til litablöndunar kynnt. Unnið er eftir einföldum fyrirmyndum í fyrstu en smám saman verða vinnubrögð frjálsari og perónulegri þar sem unnið er með mismunandi stílbrögð. Inn í kennsluna eru fléttuð dæmi og fróðleikur úr listasögunni eftir því sem við á.
Námslok miðast við 80% mætingu.
An oil painting course taught in English.
Learn the fundamental techniques, materials, and processes of oil painting. An eight-lesson course taught on Monday nights starting January 16th.