Til baka Skráning

Málun. Efni og áhöld

Námskeiðið er ætlað byrjendum í málaralist sem hafa undirstöðu í teikningu, en nýtist einnig þeim sem þegar hafa einhverja reynslu af málun. Farið er í grundvallaratriði olíumálunar og efni og áhöld til litablöndunar kynnt. Unnið er eftir einföldum fyrirmyndum í fyrstu en smám saman verða vinnubrögð frjálsari og perónulegri þar sem unnið er með mismunandi stílbrögð. Inn í kennsluna eru fléttuð dæmi og fróðleikur úr listasögunni eftir því sem við á.

Námslok miðast við 80% mætingu.

Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52
Einingar: 2
Undafari:

Mikilvægt er að nemendur hafi þegar lokið a.m.k. einum teikniáfanga t.d. Teikningu 1 eða öðru sambærilegu. Kunnátta í litafræði og blöndun lita eykur árangur á námskeiðinu en er ekki skilyrði.

Efniskaup:

Nemendur koma með þau efni og áhöld sem þeir eiga og eru vanir að nota. Frekari efniskaup í samráði við kennara.

Skólafrí:

Dagana 21. -25. október verður vetrarleyfi skólans. Kennsla hefst aftur vikuna eftir hlé.

Myndlistaskolinn 108 210709 104407

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
203 6. september, 2022 – 29. nóvember, 2022 Þriðjudagur 6. september, 2022 29. nóvember, 2022 Þriðjudagur 17:45-21:00 Kristinn Harðarson 94.200 kr.