Til baka Skráning

13-16 ára: Ljósmyndun

Á námskeiðinu förum við yfir grunnatriði ljósmyndunar. Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu nemenda á tæknilegum atriðum miðilsins en jafnframt líka teygja hugtakið ljósmyndun og skoða hvernig má nota miðilinn á fjölbreytta vegu. Við munum skoða ljósop, hraða, myndbyggingu og listasöguna í samhengi við ljósmyndun.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

IMG 8224

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
109 8. ágúst, 2022 – 12. ágúst, 2022 8. ágúst, 2022 12. ágúst, 2022 09:00-12:00 Berglind Erna Tryggvadóttir 28.500 kr.