Ljósmyndun
Númer: | 401 |
Skráning og greiðsla: | Fara á skráningarvef |
Kennsludagur: | Mánudagur |
Kennslutími: | 17:45 – 20:45 |
Upphafsdagur: | Mánudagur, 07. Janúar, 2019 |
Lokadagur: | Mánudagur, 08. Apríl, 2019 |
Kennari: | Kristín Hauksdóttir |
Lýsing á námskeiði: | Nemendur læra undirstöðuatriði í svarthvítri filmuljósmyndun; hvernig ljósop og hraði virka, framköllun filmu og stækkun ljósmynda í myrkvaherbergi. Skoðaðir verða ýmsir geirar ljósmyndarinnar eins og t.d. götuljósmyndun, portrett, heimildarljósmyndun, landslag og samtímaljósmyndun. Tekin verður fyrir myndbygging, samspil ljóss og skugga ásamt því að sérkenni Íslands birtan verður sérstaklega skoðuð. Markmið námskeiðsins er að ná færni á miðlinum ásamt þekkingu á helstu ljósmyndurum sögunnar. |
Verð: | 84300 |
Efniskaup: | Nemendur þurfa að koma með eigin filmuvélar. Í einhverjum tilfellum getur skólinn lánað þær, en ekki öllum. Kennari gefur leiðbeiningar um kaup á filmu og pappir í fyrsta tíma. |
Kennslustaður: | Hringbraut 121 |
Hámarksfjöldi nemenda: | 10 |
Kennslustundir: | 52 kennslustundir, 13 vikur |
Einingar: | 2 |
Frí: | Vetrarfrí er laugardaginn 23., mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. febrúar. |
