Til baka Skráning

10-12 ára: Litir og myndir

Á þessu námskeiði búum við til liti úr efnum sem öllu jafna finnast í eldhúsinu. Rannsökum hegðun litanna og gerum ýmsar tilraunir með þá.

Getur fjólublár litur orðið grænn? Og hvernig blandast og breytast litirnir þegar þeir eru á hreyfingu?

Við notum litina til að mála með, gerum klippimyndir, teiknum og byggjum og margt fleira skemmtilegt.

Krakkarnir mega gjarnan koma með litarefni að heiman. Eitthvað sem þau telja að gefi áhugaverðan lit sem þau geta notað til að búa til eigin lit úr.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

IMG 0396

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
120 8. ágúst, 2022 – 12. ágúst, 2022 8. ágúst, 2022 12. ágúst, 2022 09:00-12:00 Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir 28.500 kr.