Á námskeiðinu er fjallað er um skynjun okkar á litum, áhrif þeirra, vægi og merkingu í umhverfi og listum. Námskeiðið er góð undirstaða fyrir nemendur sem hafa hug á áföngum í málun og einnig mikilvægur þáttur í almennum undirbúningi fyrir frekara nám á sviði hönnunar eða myndlistar, hvort heldur um er að ræða tómstundanám eða háskólanám.
Á námskeiðinu eru litasamsetningar og samanburður á litum kannaður og tilraunir gerðar með tón, blæ og ljósmagn í lit. Sagt er frá helstu kenningum og hugmyndum um lit. Úr frumlitunum mála nemendur litahring og kanna á annan kerfisbundinn hátt áhrifamátt lita í tengslum við andstæðuliti og heita/ kalda liti. Einnig eru verkefni unnin með fleiri miðlum og gerðum litarefna, þar sem áhersla er á persónulega túlkun nemenda í litanotkun og litasamspili.
Námslok miðast við 80% mætingu.