Litaskynjun

Á námskeiðinu Litaskynjun er fjallað um skynjun okkar á litum: áhrif þeirra, vægi og merkingu í umhverfi og listum. Námskeiðið er góð undirstaða fyrir nemendur sem hafa hug á áföngum í málun. Litafræði er jafnframt mikilvægur þáttur í almennum undirbúningi fyrir frekara nám á sviði hönnunar og myndlistar, hvort sem um er að ræða tómstunda- eða háskólanám.

Á námskeiðinu eru fjölbreyttar litasamsetningar kannaðar og gerðar tilraunir með tón, blæ og ljósmagn í lit. Sagt er frá helstu kenningum og hugmyndum um lit. Nemendur mála litahring úr frumlitunum og kanna á annan kerfisbundinn hátt áhrifamátt lita í tengslum við andstæðuliti og heita/kalda liti. Jafnframt eru verkefni unnin í fleiri miðla og gerðir litarefna, þar sem áhersla er á persónulega túlkun nemenda í litanotkun og litasamspili.

Námskeiðið er 8 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Pappír og málning er innifalin en nemendur þurfa að koma með 2 pensla í fyrsta tíma og síðar liti í samráði við kennara. PENSLAR: 2 flatir penslar með stuttu skafti fyrir gouach liti númer 8 og 12. Ágætir penslar eru t.d. da Vinci - Nova synthetics (fást í versluninni Litir og föndur) og Lukas Goldtoray (fást í Litalandi).
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 35
Einingar: 1
Páskafri:

25. mars til 3. apríl

Skólafrí:

Engin kennsla á verkalýðsdaginn, 1. maí

Z9 A4444 3

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
3N0313 13. mars, 2024 – 22. maí, 2024 Miðvikudagur 13. mars, 2024 22. maí, 2024 Miðvikudagur 17:45-21:00 Eygló Harðardóttir 67.500 kr.