Á námskeiðinu er farið í eðli lita, skynjun á lit og tákn lita. Námskeiðið er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna.
Námskeiðið skiptist í þrjá hluta af sex skiptum. Hver hluti byrjar á stuttum fyrirlestri kennara, sem verður jafnframt innlegg fyrir verklega vinnu.
Fyrsti hluti: Eðli lita
Fyrirlestur: Forboðni liturinn.
Verkefni: Samspil ljóss og myrkurs eða litur í myrkri.
Annar hluti: Skynjun á lit.
Fyrirlestur: Ekki viljum við að fólk fái flog…eða?
Verkefni: Samspil lita og forma.
Þriðji hluti: Tákn lita.
Fyrirlestur: Helvítið hann Júdas.
Verkefni: Samspil lita og tákna.