Eðli og tákn lita (6 vikur)

Á námskeiðinu er farið í eðli lita, skynjun á lit og tákn lita. Námskeiðið er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna.

Námskeiðið skiptist í þrjá hluta af sex skiptum. Hver hluti byrjar á stuttum fyrirlestri kennara, sem verður jafnframt innlegg fyrir verklega vinnu.

Fyrsti hluti: Eðli lita

Fyrirlestur: Forboðni liturinn.

Verkefni: Samspil ljóss og myrkurs eða litur í myrkri.

Annar hluti: Skynjun á lit.

Fyrirlestur: Ekki viljum við að fólk fái flog…eða?

Verkefni: Samspil lita og forma.

Þriðji hluti: Tákn lita.

Fyrirlestur: Helvítið hann Júdas.

Verkefni: Samspil lita og tákna.

Efniskaup: Pappír og málning er innifalin í fyrsta tíma en nemendur þurfa að koma með 2 pensla og síðar liti í samráði við kennara. PENSLAR: 2 flatir penslar með stuttu skafti fyrir gouach liti númer 8 og 12. Ágætir penslar eru t.d. da Vinci - Nova synthetics (fást í versluninni Litir og föndur) og Lukas Goldtoray (fást í Litalandi).
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Fyrirkomulag:

Námskeið er á framhaldsskólastigi og gildir til vals sem hluti af Þrennu.

Skólafrí:

◌ Páskafrí 3. -11. apríl

Sjonlist mir 10 1

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
202 15. mars, 2023 – 26. apríl, 2023 Miðvikudagur 15. mars, 2023 26. apríl, 2023 Miðvikudagur 17:45-21:00 Jón B. K. Ransu 47.100 kr.