Til baka í námskeiðalista

Listmálarinn sem aldrei var til

Númer: 901
Kennsludagur: Mán-fös
Kennslutími: 17:45 – 20:45
Upphafsdagur: Mánudagur, 02. September, 2019
Lokadagur: Föstudagur, 06. September, 2019
Kennari: Jón B. K. Ransu
Lýsing á námskeiði:

Á námskeiðinu eru þátttakendur leiddir gegnum skemmtilegt og lærdómsríkt ferli skapandi skrifa, rannsóknar og málaralistar. Ferlið er þrískipt. Fyrst semja þátttakendur stutt æviágrip um listmálara. Æviágripið þarf að segja sögu sem mundi hafa mótandi áhrif á listmálarann, stíl hans og myndefni. Í öðru skrefi rannsaka þátttakendur tímabil sem skáldaði listmálarinn hefur verið uppi, aðstæður og umhverfi sem mögulega hafa líka haft áhrif á stíl hans og myndefni. Þriðja skrefið snýst svo um að láta sig í spor skáldaða listmálarans og mála (eða skálda) málverk eftir hann. Í lok námskeiðs mun vera til haldbær saga og verk listamála sem aldrei var til. Leiðbeinandi námskeiðs, Jón B. K. Ransu er listmálari, sjálftætt starfandi fræðimaður og rithöfundur og leiðbeinir þátttakendum í skrifum, rannsóknaraðferðum og listmálun.

Æskilegt er að þátttakendur hafi einhverja reynslu í málaralist.

Verð: 39800
Efniskaup: Þátttakendum er frjálst að vinna með olíu, akríl, vatnslitum eða blandaðri tækni. Í raun hverju því sem hentar hinum skáldaða listmálara. Nemendur koma með þau efni og áhöld sem þeir eiga og eru vanir að nota. Frekari efniskaup í samráði við kennara.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 20 kennslustundir, 5 dagar
Img 3573