Til baka í námskeiðalista

Leirrennsla (Morguntímar)

Númer: 307
Kennsludagur: Fimmtudagur
Kennslutími: 09:00 – 12:15
Upphafsdagur: Fimmtudagur, 16. September, 2021
Lokadagur: Fimmtudagur, 02. Desember, 2021
Kennari: Ólöf Erla Bjarnadóttir
Lýsing á námskeiði:

Á námskeiðinu er kennt á rafknúinn rennibekk. Áhersla er lögð á verkþjálfun en námið fer einnig fram með sýnikennslu. Unnið með margvísleg form og formskyn nemandans þjálfað. Hver nemandi fær til afnota rennibekk. Kynnt er notkun glerunga og leiðbeint um hverjir henta best renndum hlutum. Nemandinn kynnist heildstæðu ferli þar sem farið er í forvinnu, samsetningar á renndum hlutum og afrennslu. Við leggjum okkur fram um að skapa stemningu sem likist helst vinnu á keramikverkstæði þar sem hver nemandi vinnur að sínum verkefnum sem skipulögð eru í samráði við kennara. Mikið er lagt uppúr því að nemandinn fái tilfinningu fyrir leirnum sem efni og efnivið og nái að finna fyrir framförum hjá sjálfum sér.

Námslok miðast við 80% mætingu.

Verð: 98700
Efniskaup: Allur leir er innifalinn en nemendur þurfa að nota sín eigin verkfæri. Verkfærasett fæst á skrifstofu skólans á 4000 kr.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 11
Einingar: 2
Frí: Vetrarfrí 22. okt. til og með 26. okt.
Myndlistaskolinn 167 1