Til baka Skráning

Leirrennsla framhald - morguntímar

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa náð góðum tökum á leirrennslu en vilja bæta færni sína og öðlast frekari skilning á ferlinu. Kennari leggur verkefni fyrir í hverjum tíma til að hvetja nemendur að fara nýjar leiðir og mælir með að nemendur notist við skissubók. Hópurinn fylgist að yfir námskeiðið og kynnist heildstæðu ferli, allt frá rennslu til brennslu, meðhöndlun glerunga og endurnýtingu á leirnum. Unnið verður með margvísleg form og formskyn nemandans þjálfað. Mikið er lagt uppúr því að nemandinn fái tilfinningu fyrir leirnum sem efni og efnivið og nái að finna fyrir framförum hjá sjálfum sér.

Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Allt efni innifalið en nemendur þurfa að nota sín eigin verkfæri. Verkfærasett fæst á skrifstofu skólans á 4000 kr.
Hámarksfjöldi nemenda: 11
Kennslustundir: 52
Einingar: 2
Fyrirkomulag:

Hópur 301: Kennt verður tvisvar í viku á mánudags- og miðvikudagsmorgnum. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur.

Hópur 306: Kennsla fer fram á ensku, einu sinni í viku á fimmtudagsmorgnum. Námskeiðið stendur yfir í 12 vikur.

Copy of myndlistaskolinn 167

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
301 5. september, 2022 – 12. október, 2022 5. september, 2022 12. október, 2022 08:45-12:00 Þuríður Ósk Smáradóttir 105.800 kr.