Til baka í námskeiðalista

Leirmótun og rennsla

Númer: 309
Kennsludagur: Mánudagur og miðvikudagur
Kennslutími: 17:45 – 21:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 18. Október, 2021
Lokadagur: Mánudagur, 29. Nóvember, 2021
Kennari: Birgitte Munck Eriksen
Lýsing á námskeiði:

Námskeiðið er hugsað jafnt fyrir þá sem eru byrjendur í leirmótun sem og lengra komna. Eiginleikar efnisins kynntir, farið er í helstu aðferðir til mótunar ásamt rennslu á rennibekk. Rennsla mun vega um helming námskeiðsins.

Kynnt er notkun glerunga og áhersla lögð á að nemandinn kynnist heildstæðu ferli, frá hugmynd að tilbúnum hlut.

Lagt er uppúr því að nemandinn fái tilfinningu fyrir leirnum sem efni og efnivið og nái að finna fyrir framförum hjá sjálfum sér. Námslok miðast við 80% mætingu.

Námskeiðið er kennt tvisvar í viku á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17:45-21:00 í 6 vikur.

Athugið að námskeiðið er kennt á ensku.

Verð: 106000
Efniskaup: Allur leir er innifalinn en nemendur þurfa að nota sín eigin verkfæri. Verkfærasett á 4000 kr. hægt að fá annaðhvort á skrifstofu skólans að Hringbraut 121 eða hjá kennaranum.
Kennslustaður: Korpúlfsstaðir
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 56
Einingar: 2
Frí: Vetrarfrí 22. okt. til og með 26. okt.
Myndlistaskolinn 148