Leirkera- og gifsmótagerð
Númer: | 308 |
Skráning og greiðsla: | Fara á skráningarvef |
Kennsludagur: | þriðjudagur |
Kennslutími: | 17:45 – 21:00 |
Upphafsdagur: | Þriðjudagur, 09. Febrúar, 2021 |
Lokadagur: | Þriðjudagur, 11. Maí, 2021 |
Kennari: | Guðbjörg Björnsdóttir |
Lýsing á námskeiði: | Á þessu námskeiði er kennd sú tækni að gera einfalt grunnmót úr leir og svo síðan afsteypumót úr gifsi sem tekur mið af grunnmótinu sem unnið er með. Á námskeiðinu eru gerðar nokkrar afsteypur í gifsmótinu með því að hella í það postulínsmassa/leirmassa. Þetta er skemmtilegt ferli og hægt að gera úr einu móti nokkrar afsteypur eða leirmuni sem síðan eru glerjaðir og brenndir. Markmiðið er að nemandinn kynnist þessari aðferð leirlistarinnar, ferlinu frá mótun til glerjunar og brennslu. Námskeiðið er ætlað byrjendum og einnig þeim sem hafa kynnst þessari mótagerð en vilja auka við þekkingu sína og færni. Námslok miðast við 80% mætingu. |
Verð: | 93600 |
Efniskaup: | Allt efni innifalið |
Kennslustaður: | Hringbraut 121 |
Hámarksfjöldi nemenda: | 8 |
Kennslustundir: | 52, 12 vikur |
Einingar: | 2 |
Frí: | 29. mars til 6. apríl Páskafrí 22. apríl Sumardagurinn fyrsti 1. maí |
