Leirrennsla verkstæði

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem hafa náð mjög góðum tökum á leirrennslu og treysta sér til þess að vinna sjáfstætt en á námskeiðinu er kennari aðeins viðstaddur að hluta til. Námskeiðið er því frekar hugsað sem keramikverkstæði þar sem nemendur vinna að sínum verkefnum í samráði við kennara. Ætlast er til þess að nemendur séu vel kunnugir umhverfi skólans og geti viðhafnast þar án kennara og fylgt þeim reglum og ferlum sem fylgja þarf á verkstæðinu.

Verkstæðið er opið tvo morgna í viku, á mánu- og miðvikudögum frá kl. 9 til 12:30 og er kennari viðstaddur í um það bil klukkustund um miðjan tíman til að svara spurningum og leiðsegja ef þörf er á.

Innifalið í námskeiðinu er einn poki af rennsluleir (10 kg) en nemendur sjá til þess að endurvinna sinn eigin leir með aðstoð kennara ef þarf. Hægt er að kaupa viðbótar leir á skrifstofu skólans.

Nemendur undirrita yfirlýsingu í byrjun námskeiðs um að framfylgja reglum og umgengni á verkstæðinu.

Námskeiðið er 6 vikur.

Efniskaup: Einn poki af rennsluleir er innifalinn (10 kg) en nemendur geta keypt umfram leir á skrifstofu skólans.
Nemendur nota sín eigin verkfæri en verkfærasett fæst á skrifstofu skólans á 4.000 kr.
Hámarksfjöldi nemenda: 11
Kennslustundir: 52
Fyrirkomlag:

Verkstæðið er opið tvo morgna í viku, á mánu- og miðvikudögum frá kl. 9 til 12:30 og er kennari viðstaddur í um það bil klukkustund um miðjan tíman til að svara spurningum og leiðsegja ef þörf er á.

Mir 16 03 21 16

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
301 11. september, 2023 – 18. október, 2023 11. september, 2023 18. október, 2023 09:00-12:30 Þuríður Ósk Smáradóttir 90.000 kr.
308 23. október, 2023 – 4. desember, 2023 23. október, 2023 4. desember, 2023 09:00-12:30 Þuríður Ósk Smáradóttir 90.000 kr.