Leirrennsla (morgunnámskeið)

Á grunnnámskeiðum í leirrennslu er kennt á rafknúinn rennibekk. Áhersla er lögð á verkþjálfun en námið fer einnig fram með sýnikennslu. Hver nemandi fær til afnota rennibekk og vinnur að verkefnum sem eru skipulögð í samráði við kennara. Unnið er með margvísleg form og formskyn nemandans þannig þjálfað. Nemendur eru kynntir fyrir notkun glerunga og þeim leiðbeint um hverjir henti best renndum hlutum.

Nemendur kynnast heildstæðu ferli þar sem farið er í forvinnu, samsetningar á renndum hlutum og afrennslu. Markmiðið er að góður vinnuandi skapist á námskeiðunum, svo að andrúmsloftið líkist einna helst því sem er að finna á keramikverkstæðum úti í bæ.

Námskeiðið er 12 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Allt leirefni er innifalið í námskeiðisgjöldum. Verkfæri verða til láns á staðnum en nemendum er jafnframt frjálst að koma með eigin verkfæri.
Hámarksfjöldi nemenda: 11
Kennslustundir: 52
Einingar: 2
Páskafrí:

25. mars til 3. apríl.

MIR Evening Class 22 1

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
4N0125 25. janúar, 2024 – 18. apríl, 2024 Fimmtudagur 25. janúar, 2024 18. apríl, 2024 Fimmtudagur 09:00-12:15 Viktor Breki Óskarsson 128.000 kr.