Leirrennsla | Pottery Wheel-Throwing

Á námskeiðinu er kennt á rafknúinn rennibekk. Áhersla er lögð á verkþjálfun en námið fer einnig fram með sýnikennslu. Unnið með margvísleg form og formskyn nemandans þjálfað. Hver nemandi fær til afnota rennibekk. Kynnt er notkun glerunga og leiðbeint um hverjir henta best renndum hlutum. Nemandinn kynnist heildstæðu ferli þar sem farið er í forvinnu, samsetningar á renndum hlutum og afrennslu. Við leggjum okkur fram um að skapa stemningu sem likist helst vinnu á keramikverkstæði þar sem hver nemandi vinnur að sínum verkefnum sem skipulögð eru í samráði við kennara. Mikið er lagt uppúr því að nemandinn fái tilfinningu fyrir leirnum sem efni og efnivið og nái að finna fyrir framförum hjá sjálfum sér.

Námskeiðið er 8 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

A course on learning to throw on electric potter's wheels. The lessons include demonstrations in conjunction with guided hands-on practices, and students can learn to throw different basic shapes. Every student has an electric wheel to work on throughout the course.

The course structure resembles a pottery workshop, where students work individually on their ideas in consultation with the teacher. While learning to throw and trim, students can explore different methods to realise their projects. Pieces are bisque-fired before students glaze their works toward the end of the course, after an introduction to glazes and glazing methods.

Course duration: 8 weeks. Course evaluation includes 80% attendance.

Efniskaup: Allt efni innifalið en nemendur þurfa að nota sín eigin verkfæri. Verkfærasett fæst á skrifstofu skólans á 4000 kr.
Hámarksfjöldi nemenda: 11
Kennslustundir: 34
Einingar: 1
Verkst 39

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
302 (kennsla fer fram á ensku) 21. ágúst, 2023 – 9. október, 2023 Mánudagur 21. ágúst, 2023 9. október, 2023 Mánudagur 17:45-21:00 Birgitte Munck 98.000 kr.
303 (kennsla fer fram á ensku og íslensku) 22. ágúst, 2023 – 10. október, 2023 Þriðjudagur 22. ágúst, 2023 10. október, 2023 Þriðjudagur 17:45-21:00 Adrianna Stańczak 98.000 kr.
305 24. ágúst, 2023 – 12. október, 2023 Fimmtudagur 24. ágúst, 2023 12. október, 2023 Fimmtudagur 09:00-12:15 Viktor Breki Óskarsson 92.000 kr.
309 (kennsla fer fram á ensku) 16. október, 2023 – 4. desember, 2023 Mánudagur 16. október, 2023 4. desember, 2023 Mánudagur 17:45-21:00 Birgitte Munck 98.000 kr.
310 (kennsla fer fram á ensku og íslensku) 17. október, 2023 – 5. desember, 2023 Þriðjudagur 17. október, 2023 5. desember, 2023 Þriðjudagur 17:45-21:00 Adrianna Stańczak 98.000 kr.
312 19. október, 2023 – 14. desember, 2023 Fimmtudagur 19. október, 2023 14. desember, 2023 Fimmtudagur 09:00-12:15 Viktor Breki Óskarsson 92.000 kr.