Leirrennsla

Á námskeiðinu er kennt á rafknúinn rennibekk og hver nemandi fær einn slíkan til afnota. Námskeiðið er stutt en hnitmiðað svo nemendur nái sem bestu tökum á rennslunni. Nemandinn kynnist heildstæðu ferli þar sem farið er í forvinnu, afrennslu og lokafrágang. Áhersla er lögð á verkþjálfun en kennsla fer einnig fram með sýnikennslu. Mikið er lagt uppúr því að nemandinn fái tilfinningu fyrir leirnum sem efni og efnivið og nái að finna fyrir framförum hjá sjálfum sér.

Námskeiðið er 5 dagar, fjórir af þeim eru tileinkaðir rennslu og afrennslu og sá fimmti í glerjun. Nemendur sækja muni sína í vikunni eftir námskeiðslok þegar búið verður að brenna þá.

Námskeiðið er æltað bæði byrjendum sem og lengra komnum.

Kennt verður á íslensku og ensku.

Efniskaup: Allt efni innifalið en nemendur þurfa að nota sín eigin verkfæri. Verkfærasett fæst á skrifstofu skólans á 4000 kr.
Hámarksfjöldi nemenda: 11
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Myndlistaskolinn 146

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
301 5. júní, 2023 – 9. júní, 2023 5. júní, 2023 9. júní, 2023 09:00-12:15 Adrianna Stańczak 78.000 kr.