Leirrennsla: Framhald

Framhaldsnámskeið í leirrennslu er ætlað þeim sem hafa náð góðum tökum á leirrennslu en vilja bæta færni sína og öðlast frekari skilning á ferlinu í heild. Kennari leggur fyrir verkefni í hverjum tíma sem ætluð eru sem hvatning fyrir nemendur til að fara nýjar leiðir. Mælst er til þess að nemendur notist við skissubók.

Hópurinn fylgist að yfir námskeiðið og kynnist heildstæðu ferli: allt frá rennslu til brennslu, meðhöndlun glerunga og endurnýtingu á leir. Unnið verður með margvísleg form og formskyn nemandans þannig þjálfað. Lagt er upp úr því að nemendur fái tilfinningu fyrir leirnum sem efnivið og finni fyrir framförum.

Námskeiðið er 12 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Allt leirefni er innifalið í námskeiðisgjöldum. Verkfæri verða til láns á staðnum en nemendum er jafnframt frjálst að koma með eigin verkfæri.
Hámarksfjöldi nemenda: 11
Kennslustundir: 52
Einingar: 2
Páskafrí:

25. mars til 3. apríl

Mir 16 03 21 69

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
3N0117 17. janúar, 2024 – 17. apríl, 2024 Miðvikudagur 17. janúar, 2024 17. apríl, 2024 Miðvikudagur 17:45-21:00 Þuríður Ósk Smáradóttir 122.500 kr.