Litríki heilinn

Á námskeiðinu munu nemendur kynnast mismunandi aðferðum við rannsóknar- skissu- og hugmyndavinnu til að nýta sér í eigin hag við listræna sköpun. Í mörgum tilfellum er innihaldsrík hugmyndavinna hornsteinn hvers verks og skissur eru töfratæki sem geta leitt nemendur á ófyrirsjáanlega staði innan þeirra sjálfra. Annar megin þáttur námskeiðsins er verklag. Nemendur fá tækifæri til að kynnast ákveðnu verklagi við skissur til að reyna á eigin skinni hvernig það þjónar þeirra vinnu. Unnið verður í skapandi smiðju þar sem nemendur kynnast ýmsum aðferðum til að efla eigin hugmyndir og sjálfstætt skapandi ferli með skissum, skrásetningu í mismunandi miðla sem teikningu, ljósmyndun, líkanagerð og texta. Verkefni námskeiðsins geta nemendur nýtt áfram í ferilmöppu sína. Námskeiðið hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum og er tilvalið fyrir þá sem hyggjast á áframhaldandi listnám.

Námskeiðið er fjögur skipti. Námslok miðast við 80% mætingu.

  • Miðvikudagur 30. ágúst, kl. 17:45-21:00.
  • Föstudagur 01. september, kl. 17:45-21:00.
  • Miðvikudagur 06. september, kl. 17:45-21:00.
  • Föstudagur 08. september, kl. 17:45-21:00.
Efniskaup: Nemendur koma með þau efni og áhöld sem þeir eiga og eru vanir að nota. Frekari efniskaup í samráði við kennara.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 17
Verkst 26

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
601 30. ágúst, 2023 – 8. september, 2023 30. ágúst, 2023 8. september, 2023 17:45-21:00 María Sjöfn Dupuis Laufeyjardóttir og Sigurður Unnar Birgisson 48.000 kr.