Gjörningur: Græskulaust gaman

Á námskeiðinu Gjörningur: Græskulaust gaman mun kennari kynna ólíkar tegundir gjörninga fyrir þátttakendum og leiða þá áfram í eigin tilraunum, bæði hópinn í heild og sjálfstæða þátttakendur námskeiðsins. Fjallað verður um uppruna gjörninga sem og eðli þeirra og þróun í gegnum listasöguna. Minni úr listasögunni verða notuð sem kveikjur að verkefnum.

Námskeiðið er ætlað bæði byrjendum og lengra komnum, en gæti hentað þeim sem stefna á framhaldsnám í listum sérstaklega vel. Það er að sama skapi hugsað fyrir þá sem hafa almennt gaman af samtímalistum og vilja láta ögra sér.

Námskeiðið er 6 vikur. Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Allt efni sem þarf til þátttöku verður til taks en það getur komið sér vel að hafa skissubók meðferðis.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 26
Einingar: 1
Páskafrí:

25. mars til 3. apríl.

Sjonlist mir 16

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
4N0307 7. mars, 2024 – 18. apríl, 2024 Fimmtudagur 7. mars, 2024 18. apríl, 2024 Fimmtudagur 17:45-21:00 Anna Margrét Ólafsdóttir 53.500 kr.