Til baka í námskeiðalista

Hreinn hryllingur: Form og formleysur

Númer: 601
Kennsludagur: Þriðjudagur
Kennslutími: 17:45 – 20:00
Upphafsdagur: Þriðjudagur, 14. September, 2021
Lokadagur: Þriðjudagur, 19. Október, 2021
Kennari: Jón B.K. Ransu
Lýsing á námskeiði:

Á námskeiðinu er fjallað um formfræði og formgerð valdra myndlistarverka í tengslum við spennu- og hryllingsmyndir kvikmyndasögunnar. Tekin er fyrir þversögn þess að laðast að list sem virkar í senn óþægileg, andstyggileg og jafnvel ógnandi. Leiðarstef námskeiðsins er málverkið Ópið eftir norska listmálarann Edvard Munch.

Lesefni námskeiðs er bókin Hreinn hryllingur: Form og formleysur í samtímalist. Kennsla fer fram í fyrirlestraformi og fellur undir fræðinám. Hins vegar eru þeir sem hafa áhuga á teikningu, málaralist eða hver skyns myndsköpun, hvattir til að hafa með sér skissubók.

Verð: 36000
Efniskaup: Bókin Hreinn hryllingur: Form og Formleysur í samtímalist verður notuð í kennslu og fæst á skrifstofu skólans á 2500 kr.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Einingar: 1
Opid