Gróðurhús hugmyndanna

Námskeiðið er hugsað sem skapandi smiðja þar sem nemendum eru kynntar ýmsar aðferðir til að efla eigin hugmyndir og sjálfstætt vinnuferli. Tilvalið námskeið fyrir þá sem hyggjast sækja um listnám á háskólastigi. Nemendur halda utan um öll verkefni námskeiðsins sem geta nýst í ferilmöppu.

Unnið verður með skissur og skrásetningu í ýmsa miðla svo sem teikningu, ljósmyndun, líkanagerð og texta. Kynntar verða fjölbreyttar æfingar til að örva hugmyndaflæði og kynnast nýjum vinnuaðferðum, allt frá því að hugmynd kviknar og að lokaútfærslu hlutar/verks. Farið verður í gegnum aðferðir við rannsóknarvinnu, hugmyndavinnu og skissugerð.

Yfirskrift námskeiðsins er Útópía, en unnið verður með undirþemun; landslag, menning, áferð og litapalletta. Nemendur tengja sig við listasöguna með ýmsum æfingum, upplifa / rannsaka verk úr nánasta umhverfi sínu. Einnig verður unnið með hugtök eins og samhengi, staðhætti, virkni, minni, hreyfingu, hegðun, tjáningu, hlutverk og innblástur. Nemendur halda utan um öll verkefni námskeiðsins sem geta nýst í ferilmöppu.

Nemendur eru beðnir um að koma með eigin stafrænar ljósmyndavélar eða myndavélar í farsímum.

Athugið að hluti námskeiðsins fer fram á ensku.

Námslok miðast við 80% mætingu.

Efniskaup: Nemendur koma með þau efni og áhöld sem þeir eiga og eru vanir að nota. Frekari efniskaup í samráði við kennara.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 52
Einingar: 2
Fyrirkomulag:

Námskeið er á framhaldsskólastigi og gildir til vals sem hluti af Þrennu.

Skólafrí:

◌ Páskafrí 3. -11. apríl

40 H10 Gróðurhús Hugmyndanna Hildur S Eygló H Hildigunnur B Hugmyndavinna Teikning Veggmynd 91

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
501 18. janúar, 2023 – 12. apríl, 2023 Miðvikudagur 18. janúar, 2023 12. apríl, 2023 Miðvikudagur 17:45-21:00 Helga Páley Friðþjófsdóttir, Áslaug Íris Friðjónsdóttir og Þórdís Erla Zoëga 99.600 kr.