Til baka í námskeiðalista

Frjáls módelteikning

Númer: 101
Kennsludagur: 18.06. laugardagur og 19.06. sunnudagur, kl. 10:00-13:00 / 21.06. þriðjudagur og 22.06. miðvikudagur, kl. 17:00-20:00
Upphafsdagur: Laugardagur, 18. Júní, 2022
Lokadagur: Miðvikudagur, 22. Júní, 2022
Kennari: Kristín Gunnlaugsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Stutt og hnitmiðað námskeið í frjálsri módelteikningu þar sem teiknað verður með mismunandi tækni og óhefðbundnum aðferðum. Markmiðið er að nemandinn nái að losa um ótta við að teikna „rétt“ módel og finni frelsi í að teikna með lifandi fyrirmynd. Teiknað verður á pappír með mismundandi tækjum og tólum og tilraunakenndar aðferðir kynntar. Æskilegt er að nemendur hafi einhverja reynslu í módelteikningu og anatómíu.

Kennt verður 11. og 12. júní (laugardag og sunnudag) frá kl. 10-13 og 14. og 15. júní (þriðjudag og miðvikudag) frá kl. 17-20.

Verð: 39.000 kr.
Efniskaup: Nemendur koma með kol, blýanta (2B til 6B) og/eða kolblýanta.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Img 9816