Kynntar eru ýmsar aðferðir við að búa til ferilmöppu (á rafrænu formi). Kennt er á tölvuforritin Photoshop og Indesign þar sem lögð er áhersla á að nemendur öðlist færni í að setja upp myndir og texta í tölvu. Farið er í allar helstu aðferðir til myndvinnslu og uppsetningu á myndum og texta sem nýtist við möppugerð. Einnig er kennt hvernig undirbúa á rafrænt skjal til útprentunar. Kennd eru lykilatriði sem skipta máli við gerð ferilmöppu og hvaða áherslur ber að hafa í huga. Nemendur koma með myndir af verkum til að setja upp í möppuna. Áhersla er lögð á að nemendur nái að útbúa heildstæða og persónulega möppu sem endurspeglar styrk og listræna sýn nemandans.
Námskeiðið er fjögur skipti:
Þriðjudaginn 28.febrúar
Fimmtudaginn 2.mars
Þriðjudaginn 7.mars
Fimmtudaginn 9.mars
Kennt er frá kl. 17:45-21:00