Til baka Skráning

10-12 ára: Blönduð tækni

Nemendur fara á flug í alls konar tilraunum með form, litablöndun, ljós og skugga, teikningar, málun og skúlptúrgerð. Við skoðum mismunandi aðferðir til myndsköpunar, prófum ýmis konar miðla sjónlistar, bæði tvívíða og þrívíða, og veltum fyrir okkur hvað það er sem fær okkur til þess að skapa. Þá skoðum við einnig listasöguna frá nokkrum sjónarhornum. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að prófa sig áfram og prófa eitthvað nýtt, kynnast sjálfum sér og öðrum í gegnum sköpunarferlið.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

MYNDL RVK 22 NAMSKEID 02432 1

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
119 15. ágúst, 2022 – 19. ágúst, 2022 15. ágúst, 2022 19. ágúst, 2022 13:00-16:00 Berglind Erna Tryggvadóttir 28.500 kr.