4-5 ára: Myndlist

Á námskeiðinu eru unnin fjölbreytt verkefni með áherslu á skapandi hugsun, persónulega tjáningu og á að þroska vinnubrögð einstaklingsins. Mismunandi miðlar eru teknir fyrir og nemendur fá að kynnast ólíkum efnum. Unnin verða tvívíddar og þrívíddar verk þar sem áhersla verður lögð á grundvallaratriði sjónlista; form, liti, áferð og lýsingu.

Námskeiðið er annað hvort 8 eða 12 vikur.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 6
Kennslustundir: 19 (8 vikur). 28 (12 vikur).
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Foreldrar og forráðamenn athugið:

Brýnt er að aðstandendur skilji börnin ekki eftir ein í skólanum áður en kennsla hefst og sæki börnin um leið og kennslu lýkur. Ef börnin eru ekki fær um að fara ein á salernið þurfa aðstandendur að vera á staðnum til að aðstoða þau.

IMG 8116

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
45103 (12 vikur) 9. september, 2023 – 25. nóvember, 2023 Laugardagur 9. september, 2023 25. nóvember, 2023 Laugardagur 10:15-12:00 Tara Njála Ingvarsdóttir og Sölvi Steinn Þórhallsson 59.000 kr.
45104 (12 vikur) 9. september, 2023 – 25. nóvember, 2023 Laugardagur 9. september, 2023 25. nóvember, 2023 Laugardagur 12:45-14:30 Tara Njála Ingvarsdóttir og Sölvi Steinn Þórhallsson 59.000 kr.
45102 (8 vikur) 5. október, 2023 – 23. nóvember, 2023 Fimmtudagur 5. október, 2023 23. nóvember, 2023 Fimmtudagur 15:15-17:00 Tara Njála Ingvarsdóttir 39.000 kr.