Á námskeiðinu er lært að teikna andlit, hausa og líkama í samræmi við hinn vinsæla „Manga“ stíl og hvernig má teikna persónurnar í áhugaverðum stellingum og/eða rýmum. Við setjum áherslu á að nemendur læri gott handbragð og hagnýta aðferðafræði sem mun nýtast hverjum þeim sem stundar teikningu hvort sem til gagns eða gamans.
Námskeiðið er miðað við nemendur sem hafa örlitla reynslu af teikningu og er gott framhald fyrir nemendur sem hafa sótt sama námskeið fyrir yngri nemendur, en það eru allir velkomnir óháð færni. Teymi tveggja kennara veitir persónubundna aðstoð fyrir bæði reyndari teiknara sem/og byrjendur.
Námskeið er 12 vikur.