13-16 ára: Manga teikning

Á námskeiðinu er lært að teikna andlit, hausa og líkama í samræmi við hinn vinsæla „Manga“ stíl og hvernig má teikna persónurnar í áhugaverðum stellingum og/eða rýmum. Við setjum áherslu á að nemendur læri gott handbragð og hagnýta aðferðafræði sem mun nýtast hverjum þeim sem stundar teikningu hvort sem til gagns eða gamans.

Námskeiðið er miðað við nemendur sem hafa örlitla reynslu af teikningu og er gott framhald fyrir nemendur sem hafa sótt sama námskeið fyrir yngri nemendur, en það eru allir velkomnir óháð færni. Teymi tveggja kennara veitir persónubundna aðstoð fyrir bæði reyndari teiknara sem/og byrjendur.

Námskeið er 12 vikur.

Viðbótarkostnaður: 20.400 kr. viðbótargjald vegna lögheimilis utan Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð er innheimt sérstaklega.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.
Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 20
Kennslustundir: 41
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Namskeid barna22 02639

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1316102 12. september, 2023 – 28. nóvember, 2023 Þriðjudagur 12. september, 2023 28. nóvember, 2023 Þriðjudagur 17:30-19:55 Dagur Pétursson Pinos og Guðbrandur Magnússon 68.000 kr.