13-16 ára: Leirrennsla og mótun

Á námskeiðinu þjálfast nemendur í rennslu og mótun leirs. Nemendur munu renna nytjahluti ásamt því að gera óhlutbundnar tilraunir. Markmiðið er að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu, jafnframt því að þroska almenn vinnubrögð og tilfinningu fyrir formi og efni. Leitast er við að kveikja áhuga á myndgerð og formhugsun í víðara samhengi, m.a. gegnum listasögu.

Námskeið er 12 vikur.

Viðbótarkostnaður: 20.400 kr. viðbótargjald vegna lögheimilis utan Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð er innheimt sérstaklega.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.
Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kennslustundir: 41
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

1012leirrennsla1

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1316106 8. september, 2023 – 24. nóvember, 2023 Föstudagur 8. september, 2023 24. nóvember, 2023 Föstudagur 15:15-17:40 María Sjöfn Dupuis Laufeyjardóttir 68.000 kr.