13-16 ára: Ljósmyndun

Á námskeiðinu förum við yfir grunnatriði ljósmyndunar. Markmið námskeiðsins er að auka þekkingu nemenda á tæknilegum atriðum miðilsins en jafnframt líka teygja hugtakið ljósmyndun og skoða hvernig má nota miðilinn á fjölbreytta vegu. Við munum skoða ljósop, hraða, myndbyggingu og listasöguna í samhengi við ljósmyndun.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Ljosmyndun 1

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1316LJÓSM 19. júní, 2023 – 23. júní, 2023 19. júní, 2023 23. júní, 2023 09:00-12:00 Berglind Erna Tryggvadóttir 39.000 kr.