10-12 ára: Procreate

Námskeiðið er ætlað börnum sem hafa grunnþekkingu á teikningu og vilja læra að teikna með teikniforritinu Procreate. Byrjað er á grunnatriðum forritsins þ.e.a.s viðmóti og verkfærum og þaðan unnið í að dýpka skilninginn og flóknari ferlar kynntir, s.s notkun myndlaga og hvernig þau spila saman í hreyfimyndagerð.

Námskeiðið er 12 vikur.

Viðbótarkostnaður: 19.500 kr. viðbótargjald vegna lögheimilis utan Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barna- og unglingadeildar. Stuðningurinn einskorðast við börn og ungmenni með lögheimili í Reykjavík. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en börn búsett í Reykjavík. Sú upphæð verður innheimt samhliða námskeiðsgjaldinu við innritun.

Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.

Mörg starfsgreina- og stéttarfélög niðurgreiða nám við skólann.
Efniskaup: Til að taka þátt í þessu námskeiði þarftu að eiga IPad spjaldtölvu, Apple penna og Procreate forritið.
Hámarksfjöldi nemenda: 10
Kennslustundir: 36
Undafari:

Mikilvægt að nemendur séu með grunn þekkingu í teikningu.

Kafftími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

Vetrafrí:

19. og 20. febrúar.

Páskafrí:

25. mars til 3. apríl.

Dreamstime xl 212587970

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Kennsludagur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1012103 16. janúar, 2024 – 23. apríl, 2024 Þriðjudagur 16. janúar, 2024 23. apríl, 2024 Þriðjudagur 15:00-17:15 Dagur Pétursson Pinos 65.000 kr.