10-12 ára: Myndlist og bókagerð

Á námskeiðinu skoðum við ólíkar gerðir bóka, pop up bækur, fansínur og bókverk sem eru listaverk. Við rannsökum og umbreytum hugmyndum okkar af bókarforminu á leikin hátt þar sem eitt leiðir að öðru og raðast upp í persónulegt bókverk. Við skoðum ólíkan efnivið til bókagerðar eins og pappír, speglapappír, málmfólíur og gagnsæjar litafólíur, veljum það sem gefur okkur innblástur og látum innblásturinn leiða okkur áfram.

Efniskaup: Allt efni innifalið.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Kaffitími:

Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.

MYNDL RVK 22 NAMSKEID 02456

Hringbraut 121

Hópur Hefst Lýkur Tímasetning Kennari Verð Skráning
1012MBÓ2 19. júní, 2023 – 23. júní, 2023 19. júní, 2023 23. júní, 2023 13:00-16:00 Guðrún Benónýsdóttir 39.000 kr.