Til baka í námskeiðalista

6-9 ára: Myndlist

Númer: 69101
Kennsludagur: Mánudagur
Kennslutími: 15:15 – 17:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 13. September, 2021
Lokadagur: Mánudagur, 06. Desember, 2021
Kennari: Brynhildur Þorgeirsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Á námskeiðinu eru unnin fjölbreytt verkefni með áherslu á skapandi hugsun, persónulega tjáningu og á að þroska vinnubrögð einstaklingsins. Mismunandi miðlar eru teknir fyrir og nemendur fá að kynnast mismunandi efnum. Unnin verða tvívíddar og þrívíddar verk þar sem áhersla verður lögð á grundvallaratriði sjónlista; form, liti, áferð og lýsingu.

Verð: 45.000
Viðbótarkostnaður: 13.500 kr.- fyrir börn búsett utan Reykjavíkur.

Reykjavíkurborg styrkir starfsemi barnadeildar. Börn og ungmenni búsett í öðrum sveitarfélögum greiða af þeim sökum 30% hærri námskeiðsgjöld en þau sem búsett eru í Reykjavík. Þessi upphæð er innheimt sérstaklega. Sum önnur sveitarfélög hafa niðurgreitt námskeið fyrir börn og ungt fólk. Hafa þarf samband við viðkomandi sveitarfélag.
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að börnin hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Athygli er vakin á því að Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Miðberg
Hámarksfjöldi nemenda: 8
Kennslustundir: 28
Frí: Vetrarfrí 22. okt. til og með 26. okt.
6 9 Miðb