Til baka í námskeiðalista

6-9 ára: Litur, form og teikning

Númer: 104
Kennsludagur: Mán, þri, fim, fös. fyrir hádegi
Kennslutími: 09:00 – 12:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 15. Júní, 2020
Lokadagur: Föstudagur, 19. Júní, 2020
Kennari: Guðrún Vera Hjartardóttir
Lýsing á námskeiði:

Litur, form og teikning hljómar einfalt en úr getur orðið heill heimur.

Nemendur kynnast litahringnum í gegnum skapandi leiki, teikningu í sinni víðustu mynd og formheiminum gegnum hlaðborð efna.

Þau fá tækifæri til að skapa og vinna með fljótandi, föstum og fundnum efnivið. Námskeiðið er opið í báða enda í efnis og þema vali, með rými fyrir hugmyndasköpun nemenda út frá leik og áhugasviði.

Verð: 20.000
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 8
Kennslustundir: 16
Frí: Frí á miðvikudeginum 17. júní
B619 C509 A39 F 431 D 8 F6 A E0 C01 Eb74762