Til baka í námskeiðalista

6-9 ára: Allskonar list

Númer: 206
Skráning og greiðsla: Fara á skráningarvef
Kennsludagur: Mán. til fös. eftir hádegi
Kennslutími: 13:00 – 16:00
Upphafsdagur: Mánudagur, 22. Júní, 2020
Lokadagur: Föstudagur, 26. Júní, 2020
Kennari: María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir
Lýsing á námskeiði:

Unnin verða fjölbreytt verkefni sem byggja á grundvallaratriðum sjónlista í tvívídd og þrívídd; formi, lit, áferð, ljósi og skugga. Farið verður í stuttar vettvangsferðir og gerðar náttúrurannsóknir og safnað efnivið. Síðan verður unnið með efniviðinn í fjölbreyttum verkefnum eins og teikningu, málun, grafík, módelgerð og allskonar fleira skemmtilegt.

Verð: 25000
Efniskaup: Allt efni innifalið. Ætlast er til að nemendur hafi með sér einhvern léttan bita / hollt nesti, en fari ekki að kaupa í kaffitímanum. Myndlistaskólinn er hnetufrír og því má ekki taka með sér nesti sem inniheldur hnetur.
Kennslustaður: Hringbraut 121
Hámarksfjöldi nemenda: 8
Kennslustundir: 20
Teiknað Í Sandinn